Hér er listi listi yfir það sem ég ætlaði mér að gera í sumarfríinu fyrir austan:
1. Fara austur á bílnum, svo ég hafi bíl til umráða í þessa rúmu viku.
2. Fara víða á meðan fólk vinnur á daginn.
3. Hafa engar áhyggjur af peningamálum.
4. Þrífa bílinn og njóta þess að vera til.
5. Lesa bók.
6. Heimsækja fjölskylduna mína talsvert (bjó hjá kærustunni).
7. Fara í sund annað slagið.
Hér er listi yfir það sem ég gerði fyrir austan:
1. Fór austur á bílnum.
2. Bíllinn bilaði (vatnskassinn eyðilagðist).
3. Las bók.
4. Sólbrann í sundi.
Bíllinn hefur þá bilað fjórum sinnum alvarlega síðan ég keypti hann fyrir 16 mánuðum. Ég er hættur að kvarta yfir hversu mikið drasl hann er og ætla hér eftir að kvarta yfir því hversu heimskur ég er að vera ekki búinn að selja hann fyrir garðhrífu og 100 ml af remúlaði.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.