Ég hef snúið aftur í Reykjavíkina eftir ca 10 daga sumarfrí frá vinnu og internetinu. Fríinu var eytt á Egilsstöðum. Slík var sólin að ég brann á bakinu, eftir sundferð númer 75.
Ekki nóg með það heldur fékk ég sólarexem á handleggina (sem er ekki jafn aðlaðandi og það hljómar). Mjög mikil óheppni hjá mér, sérstaklega þar sem það vantar bara tvo stafi í að sólarexem er sólarExcel.
Allavega, ég er kominn aftur í borgina og leiðist. Ef einhver vill gera eitthvað, einhverntíman, hringið þá eitthvað (helst í mig).
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.