laugardagur, 2. júní 2007

Í fréttum er/verður þetta helst:

* Ég hef náð að losa tölvuna mína við Vundo vírus/spyware (sami skítur) eftir ca mánaðar baráttu. Ef einhver hver gerði Vundo vírusinn þá má sá sami láta mig vita. Ég þarf að spjalla við hann yfir tebolla.

* Ef þið sjáið naut ráma um borgina á Peugeot 208 (Lalla Ljóni) seint í sumar þá ekki örvænta; það er bara ég eftir að hafa lyft í sumar. Ef ég endist.

* Ef einhver veit um starf á austurlandi sem borgar vel og felur ekki í sér sölu á sálu minni, látið mig vita (e-mailið er finnurtg@gmail.com).

* Þessi síða er að deyja smámsaman. Gestir, sem áður voru um 150 á dag, eru komnir niður í 30 á dag. Ástæðan er talin offramleiðsla á bloggi í heiminum. Of lítil eftirspurn eftir þessu bloggi gæti líka verið ástæðan.

* Soffía kemur úr 2ja vikna utanlandsferð á mánudaginn. Þá verð ég hamingjusamur aftur. Hún fer svo á þriðjudagsmorgunn austur á land að vinna. Þá verð ég óhamingjusamur aftur.

* Ef einhver hefur not fyrir ca 3ja ára fartölvu af gerðinni Medion með ónýta rafhlöðu og þarf að láta formatta, hafið samband. Hún fæst ódýr og taska fylgir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.