Ég sá myndina Zodiac á fimmtudaginn í sérstakri forsýningu fyrir kóngafólk og tölfræðinörda landsins. Hér er dómurinn:
Um myndina: Leikstýrð af David Fincher, sem leikstýrði Seven og Fight club. Fjallar um fjöldamorðinga sem drepur handahófskennt og gortar sig af því opinberlega undir nafninu Zodiac (Ísl.: Grallarinn).
Leikarar: Jake Gyllenhaal, Mark Ruffalo og Robert Downey Junior svo einhverjir séu nefndir. Alls leika um 75% af íbúum Hollywood í myndinni. Allir standa sig mjög vel.
Skemmtun: Ekki mjög há. En leikstjórinn fangar stemninguna vel og tíðarandann. Hann fangaði þó ekki alveg athygli mína.
Lengd: Myndin er næstum 6 tímar að lengd. Hér um bil 3 tímar, nánar tiltekið. Alltof löng mynd.
Annað: Í myndinni er spilað lag með Donovan sem ég varð næstum ástfanginn af. Lagið heitir Hurdy Gurdy Man og er hægt að hlusta á það hér [Texti hér].
Niðurstaða: Myndin er vel leikin og leikstýrð og efnið er áhugavert framan af en þynnist út með tímanum. Síðasti klukkutíminn er frekar daufur. Mæli með myndinni fyrir fólk sem hefur gott setuúthald og nægan tíma á sínum höndum.
3 stjörnur af 4. Ekki besta mynd Fincher.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.