Í fyrradag fór Soffía til Mexíkó og verður hún þar í tvær vikur. Eftir þessar tvær vikur fer hún austur að vinna og verður þar í sumar.
Ég bý því einn þessa dagana og veit ekkert hvað á að gera við tímann. Ég var að spá í að hnoða hann og baka eitthvað úr honum en það er víst ekki hægt.
Svo datt mér það snjallræði í hug í gær að taka til. Það tókst mér ekki, vegna þess að ég sótti nýjustu seríu Derren Brown atferlissérfræðings, sem ber heitið Trick or Treat og horfði á hana alla. Mæli með henni.
Í dag er planið að ganga Esjuna og jafnvel skreppa í bíó á eftir. Ef það gengur jafnvel og í gær að fylgja plönum eftir, þá mun ég í mesta lagi skreppa í sturtu eftir vinnu áður en ég sofna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.