miðvikudagur, 11. apríl 2007

Skrítið númer hringdi í mig í morgun og skellti á þegar ég gerði tilraun til að svara. Þar sem ég kannaðist ekki við númerið fór ég á netið og komst að því að númerið kemur frá Ratsjárstofnuninni á Stokksnesi við Höfn í Hornafirði.

Ég velti vöngum yfir ástæðu þess að ratsjárstofnun hringdi í mig, lengi og vel. Eina niðurstaðan sem ég fékk var að Soffía, sem á að vera stödd á Egilsstöðum, hefur verið í göngutúr og gengið of langt. Svo langur hefur þessi göngutúr verið að síminn hennar hefur orðið rafmagnslaus svo hún hefur bankað upp á hjá Ratsjárstofnuninni á Stokksnesi og fengið að hringja. Til að spara þeim pening hefur hún ákveðið að skella á áður en ég svara, til að ég myndi hringi til baka. Það gerði ég þó ekki, þar sem ég er nískur.

Skömmu síðar hringdi Soffía í mig úr farsímanum og sagðist ekkert kannast við göngutúrinn. Óhugnarlegt! Hvernig gat hún gleymt honum svona fljótt? Og hvar hlóð hún símann?? Ég á ekki eftir að sofa mikið í nótt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.