fimmtudagur, 12. apríl 2007

Sjaldan hafa jafn fá orð haft jafn mikla meiningu og þessi frétt.

Allavega, Hrafnkell Daníelsson segir á bloggsíðu sinni að ef flogið er til þessarar plánetu á ljóshraða (300.000 km á sekúndu eða rúmlega milljarð kílómetra hraða á klukkustund) þá muni það taka 150 ár að komast alla leið.  Áhugavert.

Þetta segir mér að 1.420.092.000.000.000 kílómetrar (rúmlega 1,42 milljónir milljarða km) eru til þessarar plánetu. Til að komast þangað á einni klukkustund þyrftum við að ferðast á 1,42 milljónir milljarða km/klst hraða eða 1.314.900 földum ljóshraða. Leitað er að flugvél sem kemst svo hratt.

Ég hef mest farið upp í 150 km hraða á klukkustund á bílnum mínum(ég er að grínast ef löggan les þetta). Ef ég myndi fara á bílnum mínum til plánetunnar á 150 km/klst meðalhraða myndi það taka mig rúmlega 9.467 milljarða klukkutíma eða ca 1 milljarð ára.

Ég held ég sleppi því. Yrði bensínlaus eftir 500 km og þá væri illa farið fyrir mér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.