Sökum anna okkar Jónasar þá höfum við brugðið á það ráð að biðja fræga teiknara að gera gestastrípur fyrir Arthúr. Á morgun birtist sú fyrsta en hún er teiknuð af einum besta stríputeiknara landsins og þótt víðar væri leitað. Hugmyndin er reyndar okkar en hann útfærir hana á stórskemmtilegan hátt. Kíkið á Arthúr á morgun.
Allavega, ég stefni á tölvukaup fljótlega þar sem fartölvan mín er í dauðaflogakasti öll kvöld. Í kjölfarið get ég hafið rannsókn, stofnað nýja heimasíðu og jafnvel hætt að fá blackout úr pirringi yfir hægri tölvu. Það kemur í ljós síðar. Kannski ekki.
Ég reyni að skrifa eitthvað meira áhugavert á morgun.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.