mánudagur, 12. mars 2007

Þróun tísku kvenna er áhugaverð, amk undanfarið. Fyrir einhverjum árum komust stígvél í tísku, jafn fáránlegt og það hljómar. Stuttu síðar komust sjöl í tísku. Engin venjuleg sjöl heldur svona ferhyrn sjöl sem konurnar klæðast í miðju, svo sjalið kemur fyrir framan og aftan.

Um daginn sá ég svo kvenmann klæðast bæði stígvélum og svona sjali. Mér fannst það fyndið. Ég tók mynd af henni þar sem hún talar við dökkklæddan herramann. Ég prófaði að bæta við kúrekahatti á hausinn á henni í myndvinnsluforriti. Niðurstaðan er sláandi:

Stelputíska

Stúlkan er vinstra megin. Tískan í dag er spes.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.