föstudagur, 30. mars 2007

Ég lagði bílnum svo vel hérna í vinnunni í morgun að ég hef brosað allan daginn. Ég meira að segja skellti upp úr þegar manneskja stórslasaði sig á kaffivélinni í morgun, svo góð var lagningin á bílnum.

Ég nefnilega bakkaði bílnum í stæði af svo mikilli nákvæmni og snilld að ég efast um að snillingar á borð við Harrison Ford eða Mozart gætu leikið þetta eftir.

Ég held ég taki strætó heim í dag og leyfi lagningunni að njóta sig yfir helgina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.