sunnudagur, 18. mars 2007

Ég hef ekki farið á netið í 48 tíma þegar þetta er ritað, þökk sé flensunni sem réðist á mig í lok vinnu á föstudaginn, að sjálfsögðu. Eftir að hafa snúið mig niður, nauðgaði flensan mér og reyndi svo ítrekað að drepa mig. Þökk sé Soffíu þá er ég enn á lífi, ennþá. Búist er við næstu árás flensunnar í nótt.

Hér er tæmandi listi yfir aðgerðir síðustu 48 tíma:
* Liggja
* Horfa á sjónvarp
* Drekka vatn
* Grenja yfir vanlíðan

Ég vona að ég nái 50 netlausum tímum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.