mánudagur, 19. mars 2007

Þau tímamót áttu sér stað í dag að ég klæddist fötum í fyrsta sinn síðan á föstudaginn síðasta. Ástæðan er flensan. Ég þurfti að taka á móti heimsendri pizzu, sem ég veiddi í gegnum símann.

Í öðrum fréttum er það helst að ég öðlaðist ofurheyrn, að ég hélt, í gær eftir sturtu. Síðar, þegar ég var búinn að sauma ofurhetjubúning við þennan ofurhæfileika minn, kom í ljósa að ég hafði bara verið með hellu í nokkra daga án þess að vita af því. Ekki orð um það meir.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.