Þessi dagur er búinn að vera stórmerkilegur. Hér eru nokkrar ástæður:
* Dagblað á landinu hringdi og vildi fá Arthúr í blaðið. Að fá greitt fyrir áhugamál mitt? Samþykkt.
* Náungi hjá ákveðnu félagi hringdi og vildi fá mig til að framkvæma rannsókn á tveimur hlutum. Að fá greitt fyrir áhugamál mitt? Samþykkt.
* Bíllinn kom úr atvinnuþrifum fyrir sölu. Ég vissi ekki að það væri hægt að eiga svona hreinan bíl. Hann glansar svo mikið að ég fékk flogakast við að sjá hann.
* Ég var með opna buxnaklauf í dag í fyrsta sinn síðan ég var 12 ára. Alsheimer? Já takk!
* Ég gleymdi, 10 daginn í röð, að senda inn líftryggingarblöðin. Ef ég dey á leiðinni á pósthúsið þá verður það fyndið.
* Ég ákvað í dag að einbeita mér meira að ópersónulegum netsíðum og er með eina í burðarliðnum þegar þetta er ritað. Meira um það síðar. Óvíst er hvað verður af þessu bloggi.
* Ég hef sjaldan verið jafn þungur og ég er núna eða um 82-83 kg. Því má þakka lyftingum, próteini og helvítis hellingi af nammiáti.
Ef eitthvað er til sem heitir karma mun heppni mín núllast með kvöldinu þegar ég verð fyrir loftsteini um leið og ég fæ eldingu í hausinn. Fjandinn hafi þessa heppni alltaf!
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.