Ég hef verið að fikta við að fegra myndir af mér í myndvinnsluforritum án þess að sýna neinum, þangað til núna. Þetta er aðallega gert til að losa mig við bauga, ótímabær grá hár á hausnum og bólur sem geta skemmt heilu partíin.
Í myndinni sem ég hef unnið í alla síðustu vikuna hef ég náð að gera myndina mýkri og nokkuð skýra, en þó ekki gert það augljóst að myndin er unnin í myndvinnsluforriti. Öll heimsins tækni virðist þó ekki getað þurrkað út bóluna undir nefinu á mér eða gráu hárin. Hér er myndin.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.