þriðjudagur, 23. janúar 2007

Mig hefur alltaf langað til að flytja þakkarræðu. Hér er ein fyrir möguleg sparnaðarverðlaun sem ég gæti hafa fengið fyrir gærdaginn.

Takk fyrir. Ég hefði þó aldrei getað sparað þessar krónur ef ekki væri fyrir eftirfarandi:

* Soffíu fyrir að spara mér nokkur þúsund krónur með því að klippa mig.
* Möggu, systir Soffíu fyrir að spara mér eldamennsku/skyndibitakaup með því að bjóða okkur í mat.
* Ollu, mömmu Soffíu fyrir að spara mér nammikaup með því að bjóða upp á konfekt.
* Skattgreiðendum fyrir að spara mér tugi þúsunda króna með því að niðurgreiða strætósamgöngur mínar.
* Vinum mínum sem báðu mig ekki um að gera eitthvað með þeim.
* Þeim sem ég gleymi að þakka, fyrir að taka því ekki illa að ég gleymi að þakka þeim.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.