Ég blóta rosalega mikið í umferðinni, sérstaklega þegar ég ek einn. Ég blóta yfir ruddaskap anarra bílstjóra og alltof mörgum bílum á götum borgarinnar. Allavega:
Í dag tók ég bensín. Hér er tölfræðin:
Til að byrja með: Bíllinn er að eyða fullmiklu þessa dagana eða um 11,54 lítrum á hverja 100 km. Venjulega eyðir hann um 8 lítrum á hundraðið.
Hver dagur er að kosta mig kr. 470 í bensín. Til samanburðar má nefna að það kort sem gildir lengst hjá Strætó kostar kr. 11.500 fyrir 3 mánuði eða tæplega kr. 126 á dag. Það kostar mig því kr. 344 á dag bara í bensínkostnað að vera á bil. Þá er ekki talinn viðgerðar- og afskriftarkostnaður sem fylgir bílaeign.
Það er semsagt rándýrt að eiga bíl. Ég mæli því með að fólk fái sér strætókort. Ekki bara til að spara, heldur líka til að fækka bílum á vegunum svo ég blóti minna. Það er ekki gott fyrir blóðþrýstinginn, er mér sagt. Takk.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.