Fyrsta skref í sparnaðaraðgerðum, í kjölfar bilunar á bílnum mínum sem mun kosta mig 290.000 milljón prósent af peningaeign minni; er að selja hluti.
Eftirfarandi hlutir er aðeins brot af því sem á að seljast:
* Tvær risastórar gítarneglur. Læt hvora um sig fara á kr. 250. Mjög líklega góðar gítarneglur. Hef ekki náð að prófa þær þar sem ég á eftir að klippa þær af fótunum á mér.
* 200 krónur í smámynt. Fer á kr. 1.500. Helst í smámynt.
* Nýra. Las um það nýlega á internetinu að maður þarf bara eitt til að lifa. Það getur verið keypt á kr. 9.990.
Allt á að seljast!
Áhugasamir hafi samband í athugasemdum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.