laugardagur, 30. desember 2006

Í nýjasta DV helgarblaðinu er listi lagður fyrir fræga og fallega fólkið um árið 2006, af því fræga og fallega fólkið er það eina sem skiptir máli. Allavega, þar sem ég er frægur og næstum fallegur þá fannst mér rétt að ég ætti að fylla þennan lista út. Ykkur er líka velkomið að fylla hann út sjálf í athugasemdum. Hér kemur listinn:

1. Nafn, starf og stjörnumerki?
Finnur Torfi Gunnarsson, starfsmaður rannsóknardeildar 365.

2. Hvernig var árið 2006?
Undurgott.

3. Hvað var fyrirsjáanlegast á árinu?
Að ég myndi flytja til Reykjavíkur.

4. Hvað kom mest á óvart?
Að útgefandi hafi fengist til að gefa út Arthúr í bókaformi.

5. Hvað breytti lífi þínu á árinu?
Að fá vinnu hjá 365. Að hefja sambúð með Soffíu. Að kaupa nýjan bíl.

6. Hver var skandall ársins 2006?
Árni Johnsen og sjálfstæðisflokkurinn.

7. Hvert var flopp ársins?
Búbbarnir, verstu þættir sem ég hef nokkurntíman séð.

8. Hver var maður ársins?
Ómar Ragnarsson.

9. Hver var skúrkur ársins?
Sjálfstæðisflokkurinn.

10. Hvað mun breytast á árinu 2007?
Vonandi sem minnst.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.