þriðjudagur, 19. desember 2006

Ný útvarpsstöð er komin í loftið. Hún er mjög sérstök. Fyrir það fyrsta heitir hún því stórkostlega nafni "Kaninn". Merki stöðvarinnar, eins og það birtist í blaðaauglýsingum, inniheldur bandaríska fánann eingöngu.

Þetta eitt og sér er ekki svo vitlaust, það er eflaust nóg af kanamellum hérlendis sem elska svona markaðssetningu en hér kemur rúsínan í pysluendanum; stöðin spilar eingöngu íslenska tónlist. Mjög sérkennileg samsetning útvarpsstöðvar.

En þetta er þó ekkert. Gamalt fólk fær bjúg! Ég vona að það hafi allt sloppið við Bjúgnakræki sem kom nýlega til byggða.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.