miðvikudagur, 20. desember 2006

Það gerðist ýmislegt í vinnunni í gær:

* Tvær stelpur komu upp að mér og gáfu mér mynd sem þær höfðu teiknað. Stelpurnar komu með mömmu sinni í vinnuna. Ég þekki enga þeirra neitt. Betra er að taka fram að stelpurnar eru, á að giska, 6-7 ára gamlar.

* Við skoðun á aðsóknartölum þessarar síðu kom í ljós að í júlí 2005 komu 2.807 gestir inn á síðuna mína. Afmælisdagur minn er 28.07.

* Það blæddi úr handarbakinu á mér vegna þurrks.

* Það blæddi úr maganum á mér sökum stress.

* Svo vann ég aðeins.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.