Ég var að komast að enn einum ofurhæfileika mínum. Þessir ofurhæfileikar mínir eiga það sameiginlegt að vera algjörlega gagnslausir þegar barist er gegn glæpum.
Að neðan er listi yfir ofurhæfileika mína:
* Ég get tekið eftir ofursmáum atriðum í útliti fólks og gagnrýnt þau óspart, til að láta mig líta betur út.
* Ég get gleymt einföldustu hlutum á ofurstuttum tíma.
* Ég framleiði ekki táfýlu. Ég er því ofurlaus við táfýlu.
* Nýjast: Ég get og hef saknað kærustunnar minnar ofurmikið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.