föstudagur, 1. desember 2006

Ég mæli sterklega með lestri á menningarritinu DV.

Nánar tiltekið mæli ég sterklega með lestri á blaði dagsins í dag á menningarritinu DV.

Nánar tiltekið mæli ég með lestri á íþróttahluta menningarritsins DV í dag.

Nánast tiltekið mæli ég, mjög fast, með blaðsíðu 64 og 65 íþróttahluta menningarritsins DV í dag eftir Baldur Beck, um Utah Jazz sem ber heitir "Það jafnast ekkert á við Jazz".

Einnig mæli ég með því, fyrir fólk sem hefur lítið að segja á blogginu sínu en vill koma með frekar langar færslur, að orðlengja allt sem það hefur að segja, svo færslurnar verði millilangar, jafnvel mjög langar.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.