mánudagur, 4. desember 2006

Ég er ekki enn kominn í jólaskap og aðeins um 20 dagar í neysluveislu. Það gladdi mig því ólýsanlega þegar líkami minn tjáði mér að hann sé kominn í jólaskap með þurrkubletti á handarbakinu í formi jólatrés, meira að segja með jólastjörnu efst.

Ég hef nú þegar rist útlínurnar með rakvélablaði, til að gera jólastemninguna skýrari.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.