Enginn í öllum heiminum kvartar jafn mikið undan útlitsdýrkun samfélagsins og ég. Sjálfur hugsa ég ekkert um útlitið, fyrir utan að fara í klippingu þegar fólk er farið að taka sitt eigið líf sökum hársíddar minnar.
Allavega, í gærkvöldi, þegar ég grét mig í svefn yfir þessu stærsta vandamáli landsins, fattaði ég loksins af hverju þetta er svona.
Til er orðatiltæki sem hljómar svona: "Beauty is pain" eða "Fegurð er sársauki". Fyrir tölfræðisjúklinga má orða þetta "Fegurð = sársauki".
Til er annað orðatiltæki sem er svona: "No pain, no gain" en það þýðir "Enginn sársauki, enginn hagnaður" eða, fyrir tölfræðinörda "Sársauki*hagnaður" þar sem sársauki er annað hvort 0 eða 1 (dummy breyta) sem þýðir að ef það er enginn sársauki (0) þá verður enginn hagnaður.
Íslendingar hugsa þetta því svona:
Fegurð = Sársauki
Sársauki*hagnaður
Og þar sem íslendingar eru með gráðugustu þjóðum heims, verandi með hægri stjórn og allt það, þá leiða þeir þetta svona út:
Fegurð*hagnaður.
Einfalt er að túlka þessa niðurstöðu. Ef fegurð er til staðar (fegurð = 1) þá er hagnaðurinn sá sem við er búist (1*hagnaður = hagnaður). Ef fegurðin er hinsvegar engin, þá er hagnaðurinn enginn (0*hagnaður=0).
Þetta þýðir einnig að ef hagnaðurinn er enginn, þá er óþarfi að vera fallegur (1*0=0) sem kannski útskýrir afstöðu mína en það er önnur saga.
Þessi einfalda formúla ætti að útskýra útlitsdýrkun íslendinga fullkomlega.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.