Ég drekk kók. Ég viðurkenni það, þó ég skammist mín talsvert fyrir það. Ég er þó að vinna í þeim málum. Ekki að vinna í að hætta að drekka kók heldur í að minnka kostnaðinn við drykkjuna.
Ég hef í gegnum tíðina drukkið kók í þremur umbúðum:
0,33 lítra = kr. 100
0,5 lítra = kr. 160
2 lítra = kr. 260
Þegar ég var í HR var ég yfirleitt allan daginn og allt kvöldið (og stundum alla nóttina) í skólanum. Þar drakk ég venjulega tvær 0,33 lítra dollur á dag, nema ca. þrisvar í viku þegar ég borðaði í mötuneytinu og skipti út einni 0,33 lítra dollu fyrir eina 0,5 lítra flösku.
Þetta gerði kostnað upp á kr. 77.320 fyrir 250,76 lítra af kóki á ári eða kr. 308 á lítrann.
Núna, þegar ég er kominn í vinnu, á ísskáp og lán til að niðurgreiða verð ég að grípa til örþrifaráða. Nú kaupi ég bara kók úr tveggja lítra flöskum og reyni að klára hálfan lítra á dag, sem tekst sjaldnast. Ég kaupi tvær 2 lítra flöskur og slysast að meðaltali til að kaupa eina 0,5 lítra flösku á viku.
Kostnaðurinn við þessa nýju neysluhegðun er kr. 35.360 á ári fyrir 234 lítra á ári eða kr. 151 á lítrann.
Þarna spara ég mér kr. 41.960 og 16,76 lítra af kóki á ári.
Fyrir þessan rúmlega 42 þúsund króna sparnað kaupi ég mér svo Risahraun fyrir kr. 150.000 á ári.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.