Hér er listi yfir það sem ég var að tala um í gær:
* Ég málaði mynd um helgina, í fyrsta sinn síðan í menntaskóla. Myndin er ægifögur. Fólk sem hefur séð hana hefur farið að gráta, slík er fegurðin. Hér er mynd af hluti DVD safns míns (og Soffíu) ásamt málverkinu.
* Ég mætti í fyrsta sinn alskeggjaður í "nýju" vinnuna mína hjá 365 í gær. Viðbrögðin voru blendin.
* Arthúr bókin er komin til landsins og verður dreift í verslanir um allt land í dag og næstu daga. Ég trúi varla ennþá að ég sé búinn að gefa út bók. Ég, sem á í erfiðleikum með að klæða mig í buxur, hvað þá að gefa út bók.
Hér getið þið séð myndir frá bókinni (skiptið 1.jpg út fyrir tölur upp í 10.jpg).
Hér getið þið séð tilkynninguna á Arthúrsíðunni.
Hér getið þið séð bókina hjá útgefandanum, Skruddu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.