Í gær klemmdi ég mig á vísifingri vinstri handar í vinnunni. Sársaukinn var yfirþyrmandi. Það var þó bara byrjunin.
Eftir vinnu steikti ég samloku fyrir Soffíu og brenndi mig á sama fingri þegar ég ætlaði að snúa henni (samlokunni) við á pönnunni.
Þegar því var lokið klippti ég nöglina óvart of stutta sem veldur sársauka sem aldrei fyrr.
Ég lít þó á björtu hliðarnar. Þetta hefði getað verið hausinn á mér.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.