Fyrir einhverja fáránlega tilviljun var ég með stillt á Ríkissjónvarpið í kvöld þegar ég sá bókagagnrýni í Kastljósi. Þarna var mættur maður, sem er þarna í hverri viku að sögn, og var að gagnrýna bækur sem hann hafði lesið í vikunni sem leið. Í þetta skiptið tók hann þrjár bækur fyrir.
Þrjár bækur. Í einni viku. Hvern þykist hann vera að gabba?
Ég les eina bók á sex mánuðum og finnst ég vera bara djöfull góður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.