Það eru þættir á Sirkus sem heita Ghost Whisperer (Draugahvíslari) sem fjalla um konu sem sér drauga og hjálpar þeim að leysa vandamál áður en þeir láta sig hverfa í eitthvað stórsniðugt ljós.
Eins og flestar gagnrýnt hugsandi manneskjur, fussaði ég yfir þessu, segjandi að draugar sé næstheimskulegasta uppfinning fólks, sem getur í eyður í stað þess að nota rök (heimskulegasta uppfinningin er guð).
Nú kunnið þið spyrja ykkur; "bíddu nú við, hver eru rök hans gegn því að draugar séu til?". Svarið er einfalt en felst þó í nokkrum spurningum:
Í fyrsta lagi þá ná upptökuvélarnar myndum af draugunum í þáttunum. Þá vakna nokkrar spurningar: Hvernig fara myndatökumennirnir að því að ná akkúrat myndum af draugunum á réttum tíma, að segja akkúrat línurnar sem þeir ættu að segja samkvæmt handritinu? Það hlýtur að þýða að draugarnir eru leikarar en þá vakna enn fleiri spurningar: Hvernig ræður maður drauga til að leika í þáttum? Og ætli þeir fá greitt fyrir? Hvar ætla draugar að nota peningana? Og af hverju ættu þeir að eyða sínum stutta tíma sem eftir er á jörðinni í að leika í þáttum fyrir peninga sem þeir geta ekki einu sinni eytt?
Niðurstaðan er sú að draugar eru ekki til. Ég hef þó ekki hugmynd hvernig draugarnir sjást í þáttunum nema ef þeir eru leiknir af lifandi fólki en þá erum við komnir út í súrealískar pælingar og læt ég því staðar numið.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.