Frá því ég byrjaði í grunnskóla hef ég alltaf verið þekktur sem sonur skólastjórans en pabbi var bæði skólastjóri Finnbogastaðaskóla og Fellaskóla.
Þegar ég hætti svo í grunnskóla og fór í menntaskólann á Egilsstöðum varð ég ekki þekktur fyrir minn stórkostlega persónuleika heldur fyrir að vera yngri bróðir Styrmis.
Þegar hann svo útskrifaðist hélt ég að minn tími væri kominn. Þá kom Björgvin bróðir í skólann og vakti verðskuldaða athygli, þannig að ég varð þekktur sem eldri bróðir Björgvins.
Þegar ég svo útskrifaðist úr menntaskóla hélt ég að sól mín færi að skína en svo reyndist ekki vera. Ég gerðist næturvörður og var bara ekki þekktur þar sem ég svaf alla daga.
Þegar ég svo fór í Háskólann í Reykjavík varð ég þekktur sem náunginn sem er alltaf með Óla og Daníel.
Þegar nálgaðist útskrift varð ég líka þekktur sem náunginn sem er kærasti Soffíu gellu. Þá hóf ég teiknimyndasögugerð og er nú þekktur sem náunginn sem er með Jónasi í Arthúr.
Kaldhæðnislegt að þó ég hati fólk af öllu hjarta þá verð ég að þekkja fólk til að fólk viti hver ég er. Betra að taka það fram á þessum tímapunkti að ég heiti Finnur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.