miðvikudagur, 6. september 2006

Í Melrose Place í vikunni réðist nýjasti karakterinn, Rikki (sem er kvenmaður) á bar Jakes, sem heitir Shooters og rústaði honum í skjóli nætur. Sydney, vinkona hennar, var ásökuð um að hafa gert þetta.

Mér leikur forvitni á að vita eitt; hvernig stendur á því að svona klikkaður einstaklingur er ráðinn í þennan þátt? Er bakgrunnur hvers og eins ekki athugaður áður en viðkomandi leikari er ráðinn?

Og síðast en ekki síst; af hverju í ósköpunum er Sydney ásökuð um þennan glæp þegar myndatökumennirnir geta vitnað um að þetta var Rikki!

Þessir þættir gera mig svo reiðan!!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.