fimmtudagur, 7. september 2006

Ég steingleymdi að segja frá því hér að um daginn, þegar ég ætlaði að fara yfir uppáhalds hossuna mína á Bjarna Fel (Peugeot bifreið mín), að útsendari mömmu.is svínaði fyrir mig svo ég snarhemlaði og flaug tugi metra.

Allavega, mamma.is svínaði á mig.

Þegar ca 50 cm voru í að ég klessti á mömmu.is hugsaði ég á nýjum hraða. Ég náði að hugsa um að hringja á lögregluna, skýrslutökuna, kostnað við viðgerð á Bjarna Fel, að tala við mömmu.is og vera fúll og að síðustu hvernig leigubíl ég ætti að fá mér á þessari einu sekúndu sem leið þangað til það kom í ljós að ég var kominn úr hættu.

Mér reiknast að það sé um 263 km hugsanahraði á klukkustund.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.