mánudagur, 4. september 2006

Ég var að koma úr starfsviðtali þar sem ég byrjaði sallarólegur og afslappaður. Þegar leið á viðtalið varð ég alltaf meira og meira taugaspenntur þar til undir lokin að ég var orðinn löðrandi sveittur og stamandi.

Ástæðan var sú að á bakvið manninn sem tók viðtalið við mig var stærðarinnar geitungur að sveima um. Ég hata geitunga!

Ég fæ annars sennilega starfið.

p.s. útlitið á síðunni er eitthvað brenglað. Ástæðan er upprið hjá brinkster.com sem hýsir flest á síðunni. Þetta lagast innan tveggja daga. Góð þjónusta.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.