Í fréttum er þetta helst:
* Ég er kominn með vinnu hjá 365 við tölfræðilega úrvinnslu á gögnum. Starfið smellpassar svo við áhugasvið mitt að ég er á mörkum þess að fá heilablóðfall af spennu í hvert skipti sem ég man að ég er kominn með vinnu. Ég byrja á föstudaginn.
* Ég fór út á lífið í fyrsta sinn í amk 13 mánuði á föstudaginn þegar ég mætti á skemmtistaðinn Sportkaffi, nágranna mínum. Þar var stórskemmtileg hljómsveit að spila og ömurlega fínt fólk að hlusta. Ég spilaði pool við Kristján Orra og sigraði mjög óöruggt.
* Ég mætti í partí á laugardagskvöldið til Gylfa, stórkunningja, þar sem samankomnir voru fullt af Fellbæskum strákum að kveðja Garðar Eyjólfs sem fór utan daginn eftir. Allavega, við enduðum á því að spila póker upp á peninga og ég stóð uppi sem sigurvegari. Ef lögreglan les þetta; peningar = epli.
* Ég spilaði veggtennis tvisvar um helgina. Í fyrra skiptið við Björgvin bróðir. Ég sigraði. Í seinna skiptið við Daníel fyrrum skólafélaga. Ég sigraði þar líka.
Ástæðan fyrir þessum sigursögum er einföld. Ég hef tapað nógu oft í einhverju sem skiptir máli. Löngu kominn tími á sigursögur.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.