Á miðnætti áðan á stúdentagörðunum Höfða, vaknaði ég við það að fólk var að grilla (og brenna matinn) fyrir utan gluggann hjá mér. Það nægði þessum þremur stelpum ekki tala saman heldur þurftu þær að öskrast á. Einnig nægði þeim ekki að hlæja að hvorri annarri heldur öskra ennþá hærra. Þegar mig var farið að svíða í augun vegna reyks, eyrun af öskrunum og í heilann af leiðindasamtölum fólksins ákvað ég að...gera ekkert.
Þær fóru að lokum, rétt eins og öll mín vandamál ef maður lætur þau vera nógu lengi. Ég á ekki eftir að sakna Höfða og skammast mín ekkert fyrir það.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.