mánudagur, 1. maí 2006

Eins og alþjóð* veit þá þýðum við Arthúr á ensku hér. Allavega, í gærkvöldi fengum við okkar fyrsta póst frá lesanda síðunnar. Lesandinn heitir Gary Lee Horton og í aðdáendabréfinu stóð:

"This comic blows. Quit making it."

Við ákváðum í trylltu skapi að svara í sömu mynt:

"Hey Gary.

Spegill á þig! Rúst.

kv.
Finnur og Jonni
"

Það er langt síðan ég hef staðið í svona rústi. Vildi bara monta mig.

*Alþjóð = enginn

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.