miðvikudagur, 2. nóvember 2005

Það er komið að stórri stund í sögu þessarar síðu. Í fyrsta sinn ætla ég að segja algjöran sannleik. Ég vara þó viðkvæma nöldurseggi við; ég mun vera væminn.

Þessa dagana og vikurnar...

...er skólinn að reyna að drepa mig úr verkefnavinnu. Ég á enga frístund og hef engan veginn undan í vinnslu á umræddum verkefnum.
...hef ég hef sjaldan spilað jafn lítinn körfubolta.
...standa peningamál mín óvenju höllum fæti.
...er ég að verða gráhærður af náttúrulegum orsökum.

Allt eru þetta liðir sem alla jafna myndu gera mig geðveikan en ekki í þetta skiptið. Ástæðan er fyrir því að ég helst réttum megin við strikið og reyndar langt hinum megin við strikið, má sjá á mynd hér að neðan:

Hér er venjulega myndin.

Svona sé ég þessa sömu mynd.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.