Á sautján klukkustunda tímabili í gær og í dag (19:10 í gærkvöldi til 12:10 í dag) fór ég í tvö matarboð. Það gera næstum 20 matarboð á viku og rúm 1.030 matarboð á ári. Það er, samkvæmt mínum heimildum, heimsmet í matarboðum að meðaltali á mínútu og á ég það aleinn ásamt kannski einni annarri.
Ennfremur lærði ég á þessum sautján tímum 20 ný nöfn, sem gera yfir 10.000 nöfn á ári. Ég verð semsagt að draga úr matarboðunum ef ég á að getað munað eitthvað annað en mannanöfn í framtíðinni.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.