Loksins fattaði ég af hverju öll opinber fyrirtæki í Reykjavík eru með póstnúmerið 150. Það er svo maður geti ekki sprengt þau í loft upp þegar maður finnur þau ekki.
Hvar í helvítinu er Sölvhólsgata? Og hvar býr fíflið sem valdi þetta nafn á götuna?
Og fyrst ég er byrjaður að nöldra; hver kom með þessa hugmynd fyrir nýju markaðssetningunni hjá símaskránni á netinu; "já - er svarið"? Ekki nóg með að þetta sé tilgerðalegt þá er þetta líka heimskulegt og ljótt.
Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég í einu besta skapi sem ég komist í, þökk sé húsaleigubótaskriffinnsku.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.