fimmtudagur, 13. október 2005

Kæra dagbók,

ég talaði í tölfræðitíma í dag sem gerist ca þrisvar á ári. Það sem gerir þetta tilvik svona sérstakt var að ég svaraði spurningu rétt í fyrsta skiptið og það mjög erfiðri spurningu. Fólk gapti yfir stórkostlegum gáfum mínum og hamingjusælan var gríðarleg.

Til að karmað mitt komi ekki aftan að mér þá ákvað ég að reka hausinn í gluggasyllu og meiða mig talsvert í hausnum í staðinn. Þá kem ég út á núlli í dag og skulda karmanu mínu ekki nokkurn skapaðan hlut.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.