Ég hef nýlega greinst með krónískan hárlokk upp í loftið. Þannig að ef þið ætlið að lesa þessa síðu áfram þá finnst mér rétt að þið vitið af honum. Einnig krefst ég þess að þið sættið ykkur við þennan umtalaða lokk sem vísar út í loft (til hægri frá mér séð) þar sem hann er orðinn býsna stór hluti af lífi mínu.
Ef þið hinsvegar sjáið ykkur ekki fært að lesa þessa síðu lengur með góðri samvisku í ljósi nýrra upplýsinga þá þakka ég lesturinn síðustu ár og vona að svona lokkvandamál hendi ykkur aldrei.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.