sunnudagur, 2. október 2005

Ég er mættur aftur eftir endurnærandi helgarfrí.

Ég er þó ennþá með fjörfiskinn í vinstra augnlokinu sem gerir þá alls sex daga af fjörfiski.

Sex dagar af heilli önn sem eru um 100 dagar sem gera 6% af önninni. Hér er því komin afsökunin ef ég fell í öllum áföngnum þessarar annar:

"Ég var með fjörfisk í vinstra augnlokinu 6% af önninni og gat því ekki einbeitt mér að náminu nema með hægra auganu."

Mér líður amk betur að vera kominn með afsökun. Nú get ég fyrst byrjað að slappa af í náminu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.