Tvennt nettengt finnst mér fyndið þessa dagana:
* Glæsileg markaðssetning Smáís en þeir banna fólki að hlekkja á síðuna sína með þessari tilkynningu. Auðvitað hlekkja þá allir "uppreisnarseggir" landsins á síðu Smáís og tilgangi fyrirtækisins er náð, giska ég á.
* Klukk-æðið á bloggum er fyndið. Ekki klukk-æðið sjálft heldur viðbrögð klukkaðra. Gróflega áætlað um 70% fólks kvartar yfir því að hafa verið klukkað af því þá þurfi það að skrifa eitthvað um sjálft sig. Skrítið. Þetta eru bloggsíður. Þær fjalla um viðkomandi manneskjuna sem skrifar hana. Fólk væri varla með bloggsíður nema að það elski að skrifa um sjálft sig. Mjög fyndið þegar fólk þykist ekki nenna að standa í þessu.
En nóg um mig.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.