sunnudagur, 18. september 2005

Ástæðan fyrir bloggleysinu í gær var vegna þess að á föstudaginn hlustaði ég á diskinn Get behind me satan með White stripes en hann er glænýr af nálinni. Til að gera langa sögu stutta þá er hann svo góður að ég engdist um í raðfullnægingarblossum allt föstudagskvöldið. Á stundum voru þeir svo rosalegir að ég kastaði upp og fékk blóðnasir á víxl. Í gær var ég svo illa farinn og blóðlaus eftir föstudaginn að ég tók mér algjört frí frá netinu.

En nóg um mig. Diskurinn er frábær. Mæli sérstaklega með lögunum Red Rain, My doorbell, take take take, Forever for her og restinni. Fjórar stjörnur af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.