föstudagur, 16. september 2005

Nýlega breytti ég útlitinu mínu eilítið. Hér má sjá nýja mynd af smettinu á mér.

Og þá byrjar getraun dagsins: Hver er breytingin?

Nokkrar vísbendingar:

1. Þetta er ekki ný bóla á nefinu. Hún hefur verið þarna í fjöldann allan af mánuðum.
2. Ég er ekki með augabrúnaígræðslur. Augabrúnirnar hafa alltaf verið svona massívar.
3. Gleraugun eru ekki ný. Þau fékk ég fyrir rúmum fjórum mánuðum og tugþúsundum krónum síðan.
4. Mér er ekki nýfarið að vaxa skegg. Það byrjaði fyrir amk tveimur mánuðum síðan.
5. Breytingin felur ekki í sér neitt líkamlegt.
6. Breytingin er helvítis húfan!

Giskið nú!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.