mánudagur, 5. september 2005

Leti mín hefur náð nýjum hæðum. Í gær henti ég nærfötum og íþróttafötum í þvottavél í kjallara nemendagarðanna. Stuttu síðar ætlaði ég að sækja þvottinn og hengja upp nema hvað, hann var horfinn. Ég leitaði hátt og lágt. Föt að verðmæti kr. 20.000, gróflega áætlað, horfin. Og ég brosti, því þá þurfti ég ekki að hengja þetta helvíti upp. Ég fékk mér því bara kók og súkkulaði og þóttist vera alveg brjálaður.

Síðar um kvöldið komust fötin í leitirnar, mér til mikillar gremju.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.