föstudagur, 30. september 2005

Körfuknattleiksdeild Hattar fer að byrja sitt fyrsta tímabil í úrvalsdeildinni. Að því tilefni hefur verið stofnum síða til að halda utan um aðdáendamál í bænum. Hér er síðan. Endilega skráið ykkur í athugasemdum þar.

Ennfremur vil ég koma því áleiðis að ég er hættur að vera grænmetisæta en á því byrjaði ég fyrir ca 14 mánuðum síðan. Ég hætti því fyrir 12 mánuðum síðan þar sem þyngd mín lækkaði til mikilla muna á þessum tveimur mánuðum. Tímaleysi olli því að ég hef ekki tilkynnt þetta fyrr.

Ef einhver hefur framleiðslu á bragðlausum næringargrauti sem inniheldur öll efni sem líkaminn þarf, rétt eins og í kvikmyndinni Matrix, þá verð ég sáttur og mun aftur hætta að snæða aðrar skepnur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.