föstudagur, 30. september 2005

Þessa dagana held ég upp á ca 10 ára rakstursafmæli. Á þessum tíma hefur mér aldrei tekist að raka mig án þess að skera mig, oftar en ekki djúpt, blóðugt og áberandi. Þangað til í morgun!

Ég náði semsagt að raka hvert einasta skegghár úr andlitinu á mér, og þau voru orðin býsna skrautleg hvað lengd varðar, í fyrsta sinn án þess að rífa húðina til blóðs.

Þar sem ég hef masterað raksturstæknina sé ég mér ekkert til fyrirstöðu að ráðast á næsta verkefni; að koma á kommúnistaríki á Íslandi. Óskið mér góðs gengis.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.