Kommentametið er slegið, eins og ég bjóst við og vonaðist til. Alls eru nú komin 45 komment við færslu minni um launajafnrétti kynjanna hér að neðan. Þar benti ég á, að ég hélt, staðreyndir markaðarins ásamt nokkrum glensatriðum og niðurstaðan er;
* Aukin aðsókn á þessa síðu; hátt í 200 manns á dag.
* Kommentakerfið er að springa, sem er gott.
* Ég er álitinn svín af ca öllum konum, einhverra hluta vegna, sem skiptir mig reyndar engu máli lengur.
* Ég mun sennilega fá kvenlegan grjóthnullung inn um gluggann næstu kvöld.
Hér eru nokkrar staðreyndir í viðbót sem ég ætla að henda fram til að auka aðsókn og komment:
* Glæpir munu aldrei hverfa.
* Stríð munu alltaf vera háð.
* Bílslys munu aldrei hætta að gerast.
* Það mun snjóa í vetur.
* Stundum geng ég ekki í nærbuxum.
Leiðinleg atriði en staðreyndir engu að síður.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.