Hlustið nú vel lesendur góðir. Hér kemur tilkynning frá höfuðstöðvunum:
Vefjöfurinn Rassgat.org, sem færir ykkur Veftímaritið; Við rætur hugans, Fjórfara vikunnar og GSM bloggið ásamt því að styrkja uppihald Finns.tk auðjöfurs, hefur ákveðið, í samstarfi við verktakafyrirtækið Fjandinn.com, sem er móðurfélag Jonna og Hjalla ásamt því að sjá um rekstur Arthúr Teiknimyndastrípur inc., að fjölga teiknimyndastrípunni Arthúr um eina á viku, úr tveimur í þrjár í framhaldi af góðri rekstrarafkomu fyrirtækjanna annan ársfjórðungs ársins.
Strípunum mun því fjölga úr 8-9 stykki á mánuði í 13 stykki og munu birtast héreftir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Ennfremur hefur undirritaður ákveðið að hætta að ganga í nærbuxum á þriðjudögum, en það er önnur saga.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.